Námskeið
-
Heldrihreysti er stöðvaþjálfun fyrir byrjendur sem og lengri komna. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir 60 ára + en engin krafa er gerð að hafa náð þeim aldri. Gott utanumhald er í tímunum og persónuleg og fagleg þjálfun.
Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 09:30 - 10:20.
Áskriftarleiðir:
1 mánuður: 8.900 kr.
3 mánuðir: 7.500 kr. / mánuði
10 skipta kort: 12.900 kr. -
Námskeiðið er tilvalið fyrir byrjendur sem og lengra komna sem vilja æfa skynsamlega undir handleiðslu reyndra þjálfara. Auðvelt er að aðlaga æfingarnar og hver og ein getur unnið á sínum hraða.
Lögð er áhersla á að auka styrk, úthald, liðleika og jafnvægi. Markmið námskeiðsins er að taka góða æfingu í góðum félagsskap og líða vel.
4 vikna námskeið, tímar á þriðjudögum og á fimmtudögum kl. 16:30.
*meðlimir hafa einnig aðgang að opnum tímum stöðvarinnar.
-
Fjölbreyttar æfingar fyrir börn á aldrinum 9 - 12 ára.
Æfingar henta bæði börnum sem eru stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt sem og þeim sem eru nú þegar með grunn. Lögð er mikil áhersla á líkamsvitund, styrk og þol. Einnig er lögð áhersla á liðleika og snerpu.
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 14:30 - 15:20.
Verð: 55.400 kr. (1. sept - 10. des). *hægt að dreifa greiðslum og nota frístundastyrk.
-
Í mömmugrunni er farið vel yfir hvernig við tengjumst líkamanum eftir fæðingu. Lögð er áhersla á að nota öndun til að virkja kvið og grindarbotn. Frábært fyrsta skref eftir meðgöngu og kjörið að taka einn Mömmugrunn áður en farið er í Mömmuhreysti.
Mömmugrunnur er á þriðjudögum og fimmtudögum kl.10:30.
Mömmugrunnur er 4 vikna námskeið.
15 pláss í boði.
-
Námskeiðið er byggt á þörfum mæðra og allar geta tekið æfinguna á sínum hraða. Markmið námskeiðsins er að æfa í góðum félagsskap, líða vel og undirbúa sig undir opna tíma að loknu Mömmuhreysti.
Í Mömmuhreysti eru tvær tímasetningar:
Tímasetning A: mán, mið og fös kl. 10:30.
Tímasetning B: mán og mið kl. 13:00, fös kl. 09:30.
Mömmuhreysti er 4 vikna námskeið.
Takmarkað pláss í boði.
-
4 vikna námskeið þar sem áhersla er lögð á að auka styrk, samhæfingu og sprengikraft. Á sama tíma er hugað að því að efla sjálfstraust og líkamsvitund.
Unnið er mest með stórar hreyfingar eins og hnébeygju, réttstöðulyftu, axlapressu ásamt ólympískum lyftingum. Á hverjum 4 vikum eru sérstaklega teknar fyrir 2 hreyfingar í einu og unnið markvisst að því að efla tækni og styrk í þeim hreyfingum.
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:20 - 16:10.
Verð: 14.900 kr. (4 vikur).
*hægt að nota frístundastyrk.