Námskeið
Öll námskeið hefjast 1. sept fyrir utan Mömmugrunn og Mömmuhreysti en þau hefjast 11. ágúst.
-
Tveggja vikna námskeið fyrir þá sem vilja koma sér rólega af stað í lokuðum hópi undir leiðsögn þjálfara. Námskeiðið hentar þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref, koma sér af stað eftir pásu eða meiðsli eða hreinlega vilja fá smá upprifjun.
Iðkendur hafa aðgang að öllum opnum tímum stöðvarinnar á meðan á námskeiðinu stendur. Í kjölfar námskeiðsins er tveggja vikna aðgangur að opnum tímum.
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:35 – 18:35.
Skráning er bindandi.
-
Heldrihreysti er stöðvaþjálfun fyrir byrjendur sem og lengri komna. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir 60 ára + en engin krafa er gerð að hafa náð þeim aldri. Gott utanumhald er í tímunum og persónuleg og fagleg þjálfun.
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 09:30 - 10:20.
Áskriftarleiðir:
1 mánuður: 8.900 kr.
3 mánuðir: 7.500 kr. / mánuði
10 skipta kort: 12.900 kr. -
Námskeiðið er tilvalið fyrir byrjendur sem og lengra komna sem vilja æfa skynsamlega undir handleiðslu reyndra þjálfara. Auðvelt er að aðlaga æfingarnar og hver og einn getur unnið á sínum hraða.
Lögð er áhersla á að auka styrk, úthald, liðleika og jafnvægi. Markmið námskeiðsins er að taka góða æfingu í góðum félagsskap og líða vel.
4 vikna námskeið, tímar á mánudögum og fimmtudögum kl.20:00 - 20:50.
*meðlimir hafa einnig aðgang að opnum tímum stöðvarinnar.
-
Námskeiðið er tilvalið fyrir byrjendur sem og lengra komna sem vilja æfa skynsamlega undir handleiðslu reyndra þjálfara. Auðvelt er að aðlaga æfingarnar og hver og ein getur unnið á sínum hraða.
Lögð er áhersla á að auka styrk, úthald, liðleika og jafnvægi. Markmið námskeiðsins er að taka góða æfingu í góðum félagsskap og líða vel.
4 vikna námskeið, tímar á þriðjudögum og á fimmtudögum kl. 16:30.
*meðlimir hafa einnig aðgang að opnum tímum stöðvarinnar.
-
Fjölbreyttar æfingar fyrir börn á aldrinum 9 - 12 ára.
Æfingar henta bæði börnum sem eru stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt sem og þeim sem eru nú þegar með grunn. Lögð er mikil áhersla á líkamsvitund, styrk og þol. Einnig er lögð áhersla á liðleika og snerpu.
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:20 - 16:10.
Verð: 55.400 kr. (1. sept - 10. des). *hægt að dreifa greiðslum og nota frístundastyrk.
-
Í mömmugrunni er farið vel yfir hvernig við tengjumst líkamanum eftir fæðingu. Lögð er áhersla á að nota öndun til að virkja kvið og grindarbotn. Frábært fyrsta skref eftir meðgöngu og kjörið að taka einn Mömmugrunn áður en farið er í Mömmuhreysti.
Mömmugrunnur er á þriðjudögum og fimmtudögum kl.10:30.
Mömmugrunnur er 4 vikna námskeið.
15 pláss í boði.
-
Námskeiðið er byggt á þörfum mæðra og þær kynntar fyrir öllum þeim hreyfingum sem eru í Box800.
Markmið námskeiðsins er að æfa í góðum félagsskap, líða vel og undirbúa sig undir opna tíma að loknu Mömmuhreysti.
Mömmuhreysti er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl.10:30.
Mömmuhreysti er 4 vikna námskeið.
Takmarkað pláss í boði.
-
4 vikna námskeið þar sem áhersla er lögð á að auka styrk, samhæfingu og sprengikraft. Á sama tíma er hugað að því að efla sjálfstraust og líkamsvitund.
Unnið er mest með stórar hreyfingar eins og hnébeygju, réttstöðulyftu, axlapressu ásamt ólympískum lyftingum. Á hverjum 4 vikum eru sérstaklega teknar fyrir 2 hreyfingar í einu og unnið markvisst að því að efla tækni og styrk í þeim hreyfingum.
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:20 - 16:10.
Verð: 14.900 kr. (4 vikur).
*hægt að nota frístundastyrk.